Leggur dagsektir á Kredia og Smálán

mbl.is/Kristinn

Neytendastofa hefur lagt 250.000 kr. dagsektir á Kredia og Smálán þar til farið hefur verið að ákvörðun stofnunarinnar um gjald fyrir flýtiþjónustu.

Þetta kemur fram á vef Neytendstofu.

Fram kemur, að Neytendastofa hafi tekið ákvörðun í júní 2014 um að Kredia og Smálán hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því að reikna flýtigjald ekki inn í heildarlántökukostnað og árlega hlutfallstölu kostnaðar.

Samkvæmt lögunum má árleg hlutfallstala kostnaðar (ÁHK) ekki vera hærri en 50% að viðbættum stýrivöxtum en þegar búið er að taka flýtigjald fyrirtækjanna með í útreikninga á ÁHK verður hún töluvert hærri.

Fyrirtækin kærðu ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála sem staðfesti hana í desember sl. Þrátt fyrir það hafa fyrirtækin ekki látið af háttsemi sinni og því hefur Neytendastofa nú tekið ákvörðun um að félögin skuli hvort um sig greiða dagsektir þar til látið verður af háttseminni.

Eins og lög um neytendalán gera ráð fyrir hafa félögin fjórtán daga til að fara að ákvörðuninni, frá því að ákvörðun um dagsektir er tekin, áður en sektirnar byrja að leggjast á. Innan sama tíma þurfa þau að kæra dagsektarákvörðunina til áfrýjunarnefndar vilji þau ekki una henni.

Dagsektarákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK