Novator kaupir Nextel í Síle

Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir.
Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir. mbl.is/Ásdís

Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur keypt fjarskiptafyrirtækið Nextel í Síle. Kaupverðið er trúnaðarmál, að því er fram kemur í frétt viðskiptablaðsins Diario Financiero.

Nextel er með um 2% markaðshlutdeild á farsímamarkaði í Síle. Áskrifendur þess eru um 350 þúsund talsins, víðs vegar um landið, og starfa um það bil sjö hundruð manns hjá fyrirtækinu.

Bandaríska eignarhaldsfélagið NII Holdings, sem er í eigu argentínskra, breskra og bandarískra fjárfesta, keypti Nextel í Síle í ágústmánuði. Þá keypti bandaríski fjarskiptarisinn AT&T Nextel í Mexíkó fyrir 1.875 milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir um 2130milljörðum króna, fyrr í vikunni.

Björgólfur Thor hefur látið til sín taka á fjarskiptamörkuðum víða um heim á seinustu árum, þá aðallega í Austur-Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK