Rússar bjóða Grikkjum aðstoð

Hugsanlegt er að alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch lækki lánshæfismat Grikklands í maí ef enginn árangur hefur þá náðst í viðræðum við lánadrottna landsins. Þetta er haft eftir háttsettum starfsmanni fyrirtækisins á fréttavefnum Euobserver.com.

Fram kemur í fréttinni að Rússar hafi boðið Grikkjum efnahagsaðstoð gerist þess þörf. Fjármálaráðherra Rússlands, Anton Siluanov, hafi hafi sagt við sjónvarpsstöðina CNBC að til þess gæti komið. Grikkir hafi hins vegar ekki óskað eftir slíkri aðstoð. Ný ríkisstjórn Grikklands undir forystu Alexis Tsipras, leiðtoga vinstriflokksins Syriza, lét það vera eitt af sínum fyrstu verkum að mótmæla refsiaðgerðum Evrópusambandsins gegn Rússum vegna stöðu mála í Úkraínu.

Lánshæfismat Grikklands er B í bókum Fitch eins og staðan er í dag en fyrirtækið breytti horfum í neikvæðar fyrr í þessum mánuði. Var þá einkum vísað í óvissu vegna þingkosninganna í landinu sem fram fóru um síðustu helgi samkvæmt frétt AFP.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK