Forstjóri Promens hættir og höfuðstöðvar flytjast frá Íslandi

Allt hlutafé Promens hefur verið selt úr landi og höfuðstöðvar …
Allt hlutafé Promens hefur verið selt úr landi og höfuðstöðvar þess hér á landi verða lagðar niður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verið er að ganga frá sölu Promens til Bretlands í samræmi við tilboð sem gert var í fyrirtækið í nóvember síðastliðnum.

Heimildir Morgunblaðsins herma að samkeppnisyfirvöld í Frakklandi hafi samþykkt söluna fyrir sitt leyti og því öllum hindrunum vegna sölunnar rutt úr vegi. Höfuðstöðvar fyrirtækisins flytjast frá Íslandi og Jakob Sigurðsson forstjóri þess lætur af störfum á sama tíma.

Framtakssjóður Íslands og Landsbankinn tóku ákvörðun um að selja Promens úr landi eftir að Seðlabankinn hafnaði beiðni þess um heimild til að flytja 30-50 milljónir evra úr landi, eða sem svarar 4,5-7,5 milljörðum króna, sem ætlaðar voru til frekari vaxtar fyrirtækisins. Fjármagnsins átti að afla með hlutafjárútboði hérlendis samhliða skráningu félagsins á hlutabréfamarkað, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK