Stofnun Hagvaxtarsjóðs er í uppnámi

Enn er unnið að stofnun Hagvaxtarsjóðs Íslands en meðal þess …
Enn er unnið að stofnun Hagvaxtarsjóðs Íslands en meðal þess sem honum er ætlað að fjárfesta í eru orku- og samgöngutengd verkefni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) hefur ákveðið að sjóðurinn verði ekki stofnaðili að Hagvaxtarsjóði Íslands (HVÍ) sem forsvarsmenn og nokkrir eigenda Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) hafa unnið að því að koma á laggirnar á síðustu mánuðum.

Þar með er ljóst að LSR og Gildi, tveir af þremur stærstu lífeyrissjóðum landsins, munu ekki taka þátt í fjárfestingaverkefnum undir nafni hins nýja sjóðs.

Haukur Hafsteinsson, forstjóri LSR, segir að ákvörðun stjórnarinnar hafa verið samhljóða. „Við höfum tekið ákvörðun um að taka ekki þátt í stofnun sjóðsins og ákvörðunin byggist fyrst og fremst á þeim sjónarmiðum að tryggingafræðileg staða lífeyrissjóðsins leyfi ekki langtímafjárfestingu af þessu tagi þar sem ætla má að bíða þurfi lengi eftir því að hún skili árangri.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK