Sporðrenna tonnum af sælgæti

Íslendingar háma í sig nokkur tonn af sælgæti í dag
Íslendingar háma í sig nokkur tonn af sælgæti í dag Kristinn Ingvarsson

Þótt erfitt sé að henda reiður á heildarkostnað verslana og sælgætisverksmiðja við öskudaginn er ljóst að fleiri tonn af nammi rata ofan í magann á landsmönnum í dag. Hjá Nóa Síríus er talið að um fjögur til fimm þúsund börn verði verðlaunuð með 250 gramma nammipoka en áætlað söluverðmæti hvers poka er um fimm hundruð krónur. Samkvæmt þessu er um tveimur milljónum króna í formi sælgætis úthlutað í skiptum fyrir fallegan söng hjá Nóa Síríus í dag.

Auk þessa fylgja happdrættismiðar með hverjum nammipoka og munu fjölmargir einnig fá páskaegg að gjöf. Þótt þúsundir nammipoka fari ókeypis út eru einnig heilmikil viðskipti sem fylgja deginum þar sem um Nói selur um þrjátíu þúsund fimmtíu gramma nammipoka til annarra fyrirtækja. Bjarnþór Víðisson, rekstrarstjóri hjá Nóa, segir að búist sé við svipuðum fjölda og á liðnum árum og bætir við að dagurinn gangi ávallt mjög vel fyrir sig.

Svipað hjá Góu og Nóa

Hjá Góu er talið að um 4.500 til 5.000 nammipokar verði gefnir í dag en pokinn er um 200 grömm með blandi af súkkulaði, lakkrís, rúsínum og fleiru. Atli Einarsson, viðskiptastjóri Góu, segir verðmæti hvers poka ekki liggja fyrir. Dyrnar voru opnaðar strax klukkan átta í morgun og sagðist Atli búast við miklu fjöri í dag.

Hjá sælgætisgerðinni Freyju fengust þær upplýsingar að nokkur tonn af öskudagsnammi færu úr húsinu í dag, bæði til annarra fyrirtækja og þeirra sem koma í verksmiðjuna að syngja. Talið er að þeir síðarnefndu fái nokkur hundruð kíló af sælgæti. Hver poki er um þrjátíu grömm og er talið að verðmæti sælgætisins sem gefið er nemi nokkrum tugum þúsunda króna. 

Um 1.500 til 2.000 manns mæta að jafnaði í Kólus að syngja en ekki er ljóst hversu þungir pokarnir eru né hvert verðmæti þeirra er. Þá fengust þær upplýsingar frá lakkrísgerðinni að gaman væri að fá flesta krakka sem syngja vel og fallega þótt aðrir gauluðu og ættu ef til vill að halda sig heima. 

Margir verða eflaust með magapínu í lok dagsins.
Margir verða eflaust með magapínu í lok dagsins. mbl.is/Sigurgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK