Meira en 10 þúsund páskaegg úr landi

Nói Síríus seldi um 10 þúsund páskaegg úr landi í …
Nói Síríus seldi um 10 þúsund páskaegg úr landi í fyrra. mbl.is/Styrmir Kári

Þrátt fyrir að enn séu rúmlega sex vikur í páskadag er nokkuð síðan fyrstu páskaeggin rötuðu í hillur matvöruverslana landsins. Hitað er upp með minnstu eggjunum og smá saman munu þau öll rata í verslanirnar, litrík og girnileg. Í ár eru páskarnir í byrjun apríl en páskadagur er 5. apríl. 

Sælgætisgerðin Nói Síríus seldi um tíu þúsund páskaegg úr landi í fyrra og er gert ráð fyrir svipaðri sölu í ár.

Eggin eru einna helst flutt til Norðurlandanna og vilja flestir egg númer 4 og 5. Íslendingar búsettir erlendis virðast einna helst sækjast eftir eggjunum og eru þau seld í gegnum milliliði, ekki beint til viðskiptavina.  

Færeyingar spenntir fyrir eggjunum

Freyja selur aðallega páskaegg til Færeyja en einnig til Norðurlandanna. Að sögn Péturs Blöndal, forstjóra Freyju, hefur sælgætisgerðin selt sælgæti til Færeyja í mörg ár og hefur salan þar aukist frá ári til árs.

Á Norðurlöndunum eru það aftur á móti aðallega Íslendingar sem kaupa egg og eru Drauma, Rís- og ævintýraeggin vinsælust. „Við skópum þessa hefð með að eitthvað sé í skelinni og svo hafa hinir elt,“ segir Pétur.

Ekki fengust upplýsingar um fjölda páskaeggja sem Freyja selur úr landi á ári hverju.

Sælgætisgerðin Góa selur aðeins páskaegg hér á landi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK