Meðalforstöðumaðurinn er 55,4 ára

Sýslumannsembættum fækkaði í janúar.
Sýslumannsembættum fækkaði í janúar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Konur eru rúmlega þriðjungur forstöðumanna hjá ríkinu og hefur hlutfallið hækkað frá síðasta ári. Þetta kemur fram í kynjabókhaldi sem birt er í nýju fréttabréfi stjórnenda ríkisstofnana

Konur sem gegna stöðu forstöðumanna eru alls 58 talsins, eða 36% allra forstöðumanna í janúar 2015 en árið 2014 var hlutfallið 31%. Í janúar 2015 voru forstöðumenn alls 160 talsins og hefur þeim fækkað um níu á síðastliðnu ári. Sameining heilbrigðisstofnana lauk formlega 1. október 2014 og við það fækkaði heilbrigðisstofnunum velferðarráðuneytisins, en stofnanir þessar sameinast í Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Í innanríkisráðuneyti fækkaði sýslumannsembættum í ársbyrjun. Þau voru áður 24 talsins, en eru frá janúar 2015 níu sýslumannsembætti og níu lögreglustjóraembætti.

Í skýrslunni kemur jafnframt fram að meðalaldur forstöðumanna er 55,4 ára, konur eru 52,6 ára og karlar eru 57,0 ára. Meðalaldur ríkisstarfsmanna í heild er ívið lægri eða 46,3 ára, aldur kvenna er 45,7, en aldur karla er um 47,4 ára í janúar 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK