Flatbökurnar í Fossvogi

Evert Austmann undirbýr pizzu fyrir bakstur í Eldofninum í Grímsbæ
Evert Austmann undirbýr pizzu fyrir bakstur í Eldofninum í Grímsbæ mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Við Bústaðaveginn miðjan, nánar tiltekið í Grímsbæ í Efstalandi, stendur Eldofninn, fjölskyldurekinn pítsustaður. Staðurinn er rekinn af hjónunum Evu Karlsdóttur og Ellerti A. Ingimundarsyni, leikara, og tveimur sonum þeirra, Evert Austmann og Aron Austmann. Fjölskyldan hafði nýlokið við hádegistörnina þegar blaðamann Morgunblaðsins bar að garði en Evert, eldri sonurinn, stökk til og útbjó vinsælustu grænmetispítsu fjölskyldunnar „Óla spes“ til þess að sannfæra blaðamann um ágæti pítsanna þeirra. Pítsur staðarins eru eldbakaðar og sósan gerð frá grunni. Á venjulegu föstudagskvöldi fer staðurinn með um það bil 30 lítra af sósunni. Við baksturinn notar fjölskyldan birki frá Hallormsstað og ítalskan pressaðan harðvið, sem er sérstaklega framleiddur fyrir opna ofna, en eingöngu er notaður eldiviður við pítsubaksturinn.

Pítsuáhuginn byrjaði á Íbísa

„Okkur langaði til að gera pizzeriu og við höfðum þann draum lengi,“ segir Ellert. Eva skýtur inn í að pítsuáhuginn hafi eflaust kviknað fyrst þegar þau voru á ferðalagi á Íbísa fyrir þónokkrum árum síðan. Þar sáu þau mann eldbaka pítsur í litlum kofa og þótti þeim þessi tegund eldamennsku spennandi. Ekki síst í ljósi þess að eldbakaðar pítsur þekktust ekki hérlendis á þeim tíma.

Upphaflega langaði þau til þess að opna pítsustaðinn í miðbæ Reykjavíkur. Hátt fasteignaverð í miðbænum varð þó til þess að hjónin horfðu til fleiri staðsetningarmöguleika en póstnúmersins 101.

„Við bjuggum hér í hverfinu og ætluðum að vera niðri í miðbæ, þar sem allir voru. Við keyrðum hér framhjá og það hafði ekki verið neitt í gangi í þessu húsnæði í nokkra mánuði og við hugsuðum með okkur að þetta væri skemmtilegur staður. Sem hann er,“ segir Ellert um það hvers vegna fjölskyldan ákvað að opna pítsustaðinn í Fossvoginum. Það má segja að fjölskyldan hafi frá fyrsta degi reynt að gera flest sem viðkemur rekstri staðarins frá grunni og er þá ekki bara átt við sósuna, deigið, kryddolíur og hvítlauksolíu. Fjölskyldan varði fyrstu mánuðum ársins 2009 í húsnæðinu. Rifu þau allt úr því, endurinnréttuðu það og máluðu, og var staðurinn opnaður í júní sama ár. „Ég er ekki viss um hvort við gætum gert þetta aftur,“ segir Ellert og hlær og tekur Eva undir með honum.

Bjuggu í Fossvoginum í 19 ár

Eva segir að kúnnahópur staðarsins komi alls staðar að af höfuðborgarsvæðinu. Fjölskyldan hefur m.a. fengið áskoranir um að opna annan stað í Vesturbæ Reykjavíkur eða á Seltjarnarnesi. Ellert segir tenginguna þó vera sterka við íbúa hverfisins og mikið er lagt upp úr því að viðhalda þeim tengslum.

„Kúnninn finnur að þetta er persónulegt. Krakkarnir sem vinna hjá okkur taka þessu þannig líka,“ segir Ellert en rúmlega 20 manns eru á launaskrá hjá fyrirtækinu í mismikilli vinnu. Hann segir að staðurinn gæti aldrei gengið upp ef ekki væri fyrir góða starfsmenn.

Fjölskyldan var búsett í Fossvoginum í 19 ár og gengu synirnir í bæði Fossvogsskóla og Réttarholtsskóla. Þau segja aðstöðuna dásámlega í hverfinu fyrir fólk með börn og ákváðu því að flytja ekki fyrr en strákarnir yrðu eldri þar sem þau gátu ekki nýtt aðstöðuna eins og áður. „Þetta hverfi er fyrir fólk sem þarf að nota þessa aðstöðu. Dalurinn hérna er dásamlegur. Mjög gott aðgengi að skóla, skjólgott og íþróttahreyfingin er mjög góð. Það eina sem vantar hérna er bara sundlaug.“ segir Ellert.

Aron og Evert Austmann ásamt foreldrum sínum Ellerti A. Ingimundarsyni …
Aron og Evert Austmann ásamt foreldrum sínum Ellerti A. Ingimundarsyni og Evu Karlsdóttur en fjölskyldan á og rekur Eldofninn í Grímsbæþ mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK