Framleiðnivöxtur í framtíðinni þarf að aukast mikið

Aukið hlutfall fólks á eftirlaunaaldri af mannfjölda mun leggja auknar …
Aukið hlutfall fólks á eftirlaunaaldri af mannfjölda mun leggja auknar byrðar á lífeyriskerfi.

Framleiðnivöxtur þarf að aukast um 46% næstu áratugina vegna aukins langlífis og breyttrar aldursdreifingar þjóðarinnar ef á að viðhalda óbreyttum vexti í neyslu á mann.

Í útreikningum sem Marías Halldór Gestsson, lektor við hagfræðideild Háskóla Íslands, hefur gert kemur fram að framleiðnivöxturinn þarf að vera 1,9% á ári í stað 1,3% eins og hefur að jafnaði verið árin 1980-2013, að því gefnu að eftirlaunaaldur verði óbreyttur 67 ár.

Marías greinir frá útreikningum sínum í nýútkomnu blaði hagfræðinema, sem nefnist Hjálmar. Þar kemur fram að hlutfall fólks á eftirlaunaaldri af mannfjölda muni hækka verulega á næstu áratugum, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK