Hagnaður Arion banka 28,7 milljarðar

Hagnaður Arion banka á árinu 2014 nam 28,7 milljörðum króna eftir skatta en var 12,7 milljarðar króna á árinu 2013. Arðsemi eigin fjár var 18,6% en 9,2% árið 2013. Heildareignir námu 933,7 milljörðum króna en 938,9 milljarðar króna í árslok 2013.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Eiginfjárhlutfall bankans í árslok 2014 var 26,3% en var 23,6% í árslok 2013 og hlutfall eiginfjárþáttar A nam 21,8% en 19,2% í lok árs 2013.

Eigið fé bankans var 162,2 ma.kr. en nam 144,9 mö.kr. í lok árs 2013. Bankinn greiddi arð til hluthafa sinna upp á 7,8 ma.kr. á árinu 2014.

Ársreikningur bankans er endurskoðaður af Ernst & Young ehf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK