40 nýir starfsmenn frá áramótum

Hópur nýliða hjá Advania
Hópur nýliða hjá Advania mynd/Advania

Frá áramótum hafa ríflega fjörtíu starfsmenn verið ráðnir til Advania en í upphafi árs auglýsti fyrirtækið eftir fjölda starfsmanna. Nýju starfsmennirnir eru flestir tölvunarfræðingar eða hugbúnaðarverkfræðingar að mennt og vinna flestir við hugbúnaðarþróun en einnig er um að ræða önnur störf, eins og til dæmis verkefnastjórnun, ráðgjöf, viðskiptastjórnun, gæðamál og þjónustu við viðskiptavini.

Í tilkynningu frá Advania segir að um 1.200 starfsumsóknir hafi borist fyrirtækinu á þessu ári og er enn unnið úr þeim umsóknum. Þá segir að búist sé við því að um fimm til tíu starfsmenn verði ráðnir á næstu dögum og vikum auk þess sem fljótlega verður farið að huga að ráðningu sumarstarfsmanna.

Í janúar var greint frá áformum Advania um að ráða hátt á þriðja tug nýrra starfsmanna á vikunum þar á eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK