4,4% atvinnuleysi í janúar

Atvinnuleysi var 4,4 prósent í janúar og hefur þátttaka fólks á vinnumarkaði aukist um eitt prósentustig frá fyrra ári. Atvinnulausum fækkaði um 4.300 manns.

Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 186.400 á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í janúar 2015, sem jafngildir 80,3% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 178.200 starfandi og 8.100 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 76,8 prósent.

Starfandi fólki fjölgaði um 9.200 manns og hlutfallið jókst um þrjú prósentustig. Atvinnulausum fækkaði um 4.300 manns og hlutfall atvinnuleysis minnkaði um 2,5 stig.

Samkvæmt árstíðaleiðréttingu var fjöldi fólks á vinnumarkaði 189.700 í janúar 2015 sem jafngildir 81,5% atvinnuþátttöku, sem er 0,6 prósentustigum hærri en hún var í desember 2014. Fjöldi atvinnulausra nú í janúar var samkvæmt árstíðaleiðréttingu 7.600 sem er fækkun um 400 manns frá því í desember. Hlutfall atvinnulausra minnkaði því og var 4% nú í janúar en var 4,3%.

Árstíðaleiðrétting leitast við að aðgreina árstíðabundnar sveiflur á vinnumarkaðnum frá mælingar sýna að íslenskur vinnumarkaður breytist reglulega í tilteknum mánuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK