Höftin búa til láglaunastörf

Frá pallborðsumræðum á fundinum.
Frá pallborðsumræðum á fundinum. Mynd/PwC

Heilt yfir hafa stjórnendur víða um heim ekki mikla trú á vexti alheims hagkerfisins á næstu 12 mánuðum. Aukin bjartsýni er þó meðal stjórnenda á Íslandi og helst það í hendur við aukin umsvif í hagkerfinu, lága verðbólgu og minnkun á atvinnuleysi, sérstaklega í vissum geirum.

Þetta kemur fram í rannsókn PwC um framtíðarsýn æðstu stjórnenda og helstu áskoranir sem þeir standa frammi fyrir. Rannsóknin náði bæði til einkafyrirtækja og hins opinbera og eru niðurstöðurnar birtar í tveimur skýrslum sem kynntar eru á árlegri ráðstefnu World Economic Forum í Davos. Um 1.300 æðstu stjórnendur frá öllum heimshornum tóku þátt og voru íslenskir stjórnendur í þeirra hópi.

Skýrslan var kynnt í morgun þar sem fram fóru pallborðsumræður um efni hennar. Í þeim tóku þátt Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins og Halldór Þorkelsson, sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar PwC. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans stýrði umræðunum.

Mikilvægt að skapa hálaunastörf

Þar kom fram að höftin hefðu verið ákveðin vörn sem Íslendingar hafa notið góðs af en til lengri tíma gæti þau haft neikvæð áhrif á hagkerfið. Það sé vegna þess að þau ýta undir atvinnuuppbyggingu í láglaunageirum og skapa mögulega óæskilega samkeppnisstöðu í greinum sem kalla á mikinn stofnkostnað en búa til láglaunastörf, svo sem í byggingariðnaði, skipasmíði og áburðaverksmiðjum.

Bent var á að ytri aðstæður séu góðar til að huga að afléttingu hafta. Það væri samt mikilvægt að þróa stefnu í peningamálum og þróun vinnumarkaðar samhliða umræðunni um losun hafta.

Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að skapa umhverfi sem býr til hálaunastörf og leggur áherslu á þekkingu, tækni og hönnun, þannig að Ísland verði ekki láglaunaland í alþjóðlegu samhengi.

Einkageirinn gæti tekið verkefni af hinu opinbera

Fram kom að Reykjavíkurborg vanti viðmælendur hjá ríkinu þegar verið er að horfa til framtíðarstefnu í þróun vinnumarkaðar á Íslandi. Aðspurður taldi borgarstjóri að einkageirinn gæti sinnt einhverjum af þeim verkefnum sem hið opinbera er að gera í dag og að miklir möguleikar væru á að nota snjalltækni og tæknilausnir við þróun þjónustu í samfélaginu, t.d. á sviði þjónustu við eldri borgara og heilbrigðisþjónustu og væri þróun í samskiptum á milli foreldra og skóla gott dæmi um slíka framþróun

Frá morgunverðarfundi PwC um framtíðarsýn stjórnenda
Frá morgunverðarfundi PwC um framtíðarsýn stjórnenda Mynd/PwC
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK