Lögmenn taka að meðaltali 19.500 á tímann

Frá héraðsdómi Reykjavíkur.
Frá héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Meðalverð á lögfræðiþjónustu á Íslandi er 19.500 krónur á klukkustund en á hverri stofu eru ýmsir þættir hafa áhrif á kjörin, svo sem umfang málsins auk þess sem verð er breytilegt eftir því hver vinnur vinnuna. Hæsta verð í hefðbundinni útseldri vinnu er hins vegar um 38.000 krónur á klukkustund en ódýrustu tímarnir geta verið á 7.000 krónur.

Vert er að taka fram að verðið er án virðisaukaskatts og bætist því 24 prósent skattur við upphæðina.

Þetta kemur fram í athugun sem forsvarsmenn Manor gerðu á dögunum en Manor er hugbúnaður sem m.a. felur í sér tímaskráningarkerfi fyrir lögmenn. Fjöldi lögfræðistofa notar hugbúnaðinn og bendir Manor á heimasíðu sinni á að í hverjum mánuði streymi mikill fjöldi tíma og uppgjöra í gegnum kerfið. Athugun var gerð á gögnum að fengnu leyfi viðskiptavina og voru þeir svo til viðbótar beðnir að lýsa verðmyndun á stofum sínum.

Hátt verð byggir á langri reynslu

Þar kom fram að ódýrustu tímarnir voru í stórum verkefnum þar sem hörð samkeppni er á milli lögfræðistofa. Næst ódýrustu tímarnir voru í opinberum málum og/eða þar sem ríkið eða stofnanir voru greiðendur en þar var verð um 10.000 krónur á klukkustund.

Þá var meðalverðið 19.500 og það hæsta 38.000 krónur en fram kom að þeir sem hæst verð rukkuðu sögðust hafa byggt upp það á löngum ferli og að sínir viðskiptavinir væru að mestu fastir viðskiptavinir sem hefðu mikla hagsmuni.

Tekið er fram að tímagjald útseldrar vinnu taki til allra þátta í rekstri lögmanna. Með því gjaldi eru því greidd laun lögmanns, laun ritara, laun bókara, húsaleigu-, orku-, tölvu-, net- og prentkostnaður og svo mætti lengi telja.

Klukkustundin hjá íslenskum lögmanni kostar að meðaltali 19.500 krónur.
Klukkustundin hjá íslenskum lögmanni kostar að meðaltali 19.500 krónur. mbl.is/Ernir Eyjólfsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK