Ævintýraleg veiði hjá Kleifarbergi

Kleifarberg RE 70
Kleifarberg RE 70 Mynd/Árni Gunnólfssson

Frystitogarinn Kleifarberg RE 70 hefur aldrei landað verðmætari afla en í dag þrátt fyrir mikla brælu á miðunum. Kleifarberg landaði um 950 tonnum af þorski og ýsu á Siglufirði í morgun og nemur aflaverðmætið um 361 milljón króna.

Togarinn var að veiða við Noregsstrendur og segir Árni Gunnólfsson, skipstjóri, að veðrið hafi verið það versta miðað við árstíma í fleiri ár. „Við vorum oft með trollið inni vegna veðurs og þurftum einu sinni að flýja til Tromsö,“ segir Árni. „En þegar við gátum verið við veiðar, þá veiddist vel,“ segir hann.

Þá bætir hann því léttur í bragði við að meira hefði komist fyrir í lestinni en pakkningar hefði hins vegar vantað sökum mistaka í talningu. „Við hefðum því getað verið með ennþá meira,“ segir Árni.

Frystitogarinn Kleifarberg RE 70 er gerður út frá Reykjavík og er í eigu Brims hf. Hann er einn elsti togari landsins og smíðaður árið 1974 i Póllandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK