Flugstöðin stækki til norðurs

Nordic - Office of Arthitecture mun á næstu mánuðum vinna …
Nordic - Office of Arthitecture mun á næstu mánuðum vinna að frekari útfærslu á tillögum sínum í samráði við Isavia og er stefnt að því að fullmótaðri uppbyggingar- og þróunaráætlun verði skilað í september næstkomandi. mynd/Isavia

Hönnunarstofan Nordic - Office of Architecture í Noregi varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um gerð uppbyggingar- og þróunaráætlunar, svokölluðu Masterplan, Keflavíkurflugvallar til næstu 25 ára.

Sýning á tillögum sem bárust frá 6 alþjóðlegum hönnunarstofum hefur verið sett upp á skrifstofum Isavia á þriðju hæð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og verður hún opin almenningi kl. 9 – 16 alla virka daga til 20. mars næstkomandi, að því er segir í tilkynningu.

Fram kemur, að vinningstillagan hafi þótt skara fram úr varðandi sjálfbærni og skipulags- og umhverfismál auk þess sem skýr stefna sé sett í tekjusköpun á uppbyggingartíma og rík árhersla sé á  samráð við hagsmunaaðila og nærsamfélag flugvallarins.

Tillagan gerir ráð fyrir stækkun flugstöðvarinnar til norðurs og lagningu nýrrar norður-suður flugbrautar vestan við flugvöllinn í framtíðinni.

„Valnefnd var einróma í niðurstöðu sinni og var sömuleiðis samhljómur í álitsgjöf hagsmunaaðila um vinningstillögu. Tillaga Nordic er vel útfærð og uppfyllir kröfur í þeim þáttum sem settir voru fram í samkeppnisgögnunum. Sett er fram heildstæð áætlun í umhverfismálum og gert ráð fyrir miklu og góðu samráði við hagsmunaaðila á öllum stigum skipulagsgerðarinnar. Þá er hugsað fyrir því að nýir tekjumöguleikar opnist í hverjum framkvæmdaáfanga og að tækifæri til tekjuöflunar opnist um leið og afkastageta er aukin,“ segir Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia og formaður valnefndar, í tilkynningu. 

Nánar hér 

Tillagan gerir ráð fyrir stækkun flugstöðvarinnar til norðurs og lagningu …
Tillagan gerir ráð fyrir stækkun flugstöðvarinnar til norðurs og lagningu nýrrar norður-suður flugbrautar vestan við flugvöllinn í framtíðinni. mynd/Isavia
Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia og formaður valnefndar, segir að valnefnd …
Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia og formaður valnefndar, segir að valnefnd hafi verið einróma í sinni niðurstöðu. mynd/Isavia
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK