Meirihlutinn í Marinox seldur

Sá hluti Marinox sem heldur utan um rannsóknir og vinnslu …
Sá hluti Marinox sem heldur utan um rannsóknir og vinnslu þangs, þara og þörunga hefur verið seldur.

Gengið hefur verið frá samningi um kaup írska fyrirtækisins Marigot, eiganda Íslenska kalkþörunga-félagsins á Bíldudal, á 60% hlut í nýsköpunarfyrirtækinu Marinox ehf., sem er í eigu Matís ohf. og tveggja lykilstjórnenda þar. Gefið verður út nýtt hlutafé fyrir hlut Marigot í kjölfarið.

Um er að ræða þann hluta fyrirtækisins sem heldur utan um rannsóknir og vinnslu verðmætra hráefna úr hafinu, þang og þara.

Fyrirtækið verður því rekið áfram með sama nafni en með nýjum ráðandi hluthafa. Samhliða hlutafjáraukningu í Marinox verður húðvörulínan, UNA Skincare, skilin frá fyrirtækinu og sett í nýtt félag, sem til að byrja með verður í eigu sömu aðila og eiga Marinox nú. Í beinu framhaldi verður leitað að nýjum fjárfestum í UNA Skincare.

Í tilkynningu frá Matís segir að það sé ekki stefna Matís að vera með eignarhlut í sprotafyrirtækjum til lengri tíma, heldur fyrst og fremst að aðstoða frumkvöðla við að taka fyrstu skrefin í verðmætri matvælaframleiðslu og líftækni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK