Reginn hyggst ekki greiða arð á árinu

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf.
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf. Eggert Jóhannesson

Rekstrarhagnaður Regins fasteignafélags fyrir söluhagnað, matsbreytingu og afskriftir (EBITDA) hækkaði um 23 prósent milli ára og nam rúmum þremur milljörðum króna. Rekstrartekjur ársins námu tæpum 4,8 milljörðum króna en þar af voru námu leigutekjur 4,2 milljörðum og hækkuðu um 20% milli ára.

Bókfært virði fjárfestingareigna í lok árs var 53,6 milljarðar króna samanborið við 40,1 milljarð í árslok 2013. Matsbreyting á árinu nam um 1,2 milljarði króna. 

Þetta kemur fram í ársuppgjöri Regins sem birt var í gær. Þar kemur fram að handbært fé frá rekstri nam um 1,6 milljarði á árinu og vaxtaberandi skuldir námu tæpum 33 milljörðum króna í lok ársins og höfðu hækkað frá fyrra ári þegar þær námu tæpum 25 milljörðum. Eiginfjárhlutfall var í lok árs 32,7%.

Hagnaður á hlut dróst saman

Hagnaður á hlut á árinu 2014 var 1,61 og hafði minnkað frá fyrra ári, þegar hann var 1,87. Í afkomutilkynningu er bent á að í tengslum við kaup félagsins á fasteignafélaginu RA 5 ehf. hafi hlutafé félagsins verið aukið um 128,7 milljónir króna að nafnvirði og skýrir það að hluta breytingar sem urðu á „Hagnaður á hlut“ milli áranna 2013 og 2014.

Stjórn félagsins hefur lagt til að ekki verði greiddur arður á árinu enda er ennþá unnið að stækkun félagsins.

Stækkuðu eignasafnið á árinu

Unnið var að stækkun og styrkingu á eignasafni félagsins á árinu en auk RA5 ehf. var fasteignafélagið sem hýsir fasteignir Hótels Óðinsvéa, þ.e. Þórsgata 1 og Lokastígur 2, einnig keypt. Þá var einnig gerður samningur um kaup á verslunar- og þjónustuhúsnæði, alls 8.000 m2 á Hörpureitum í miðborg Reykjavíkur, en afhending mun fara fram vorið 2017. Í lok árs 2014 átti Reginn 53 fasteignir. Heildarfermetrafjöldi fasteignasafnsins var 224 þúsund fermetrar.

Í afkomutilkynningu segir að stjórnendur telji horfur í rekstri góðar og að engar vísbendingar séu um annað en að áætlanir félagsins standist.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK