Sameinast um innheimtustarfsemi

Sigurbjörn Magnússon og Lilja Jónasdóttir ásamt Steinunni E. Eyjólfsdóttur skrifstofustjóra …
Sigurbjörn Magnússon og Lilja Jónasdóttir ásamt Steinunni E. Eyjólfsdóttur skrifstofustjóra Gjaldskila og Friðbirni Orra Ketilssyni frá Manor. Árni Sæberg

Lögmannsstofurnar LEX og Juris hafa sameinað innheimtuþjónustu sína í fyrirtækinu Gjaldskilum en fyrirtækið rekur starfsemi sína allt aftur til ársins 1984 og er því með elstu innheimtufyrirtækjum landsins.

„Það má segja að með sameiningunni séum við að sameina það besta sem við höfum að bjóða, í fyrsta lagi áratuga reynslu okkar af innheimtustörfum, svo og nýjustu tækni sem uppfyllir allar kröfur nútímans og að lokum sterkt lögfræðilegt bakland,“ segir Lilja Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Gjaldskila og lögmaður á LEX. Gjaldskil hefur það að markmiði að þjónusta viðskiptavini sína með allt frá fruminnheimtu til milli- og löginnheimtu. Að sögn Lilju er fyrirtækinu gert kleift með sameiningunni að veita aukna þjónustu og að það sé m.a. gert með því að taka í notkun rafræna innheimtukerfið Manor Collect.

Hafa staðið vaktina lengi

Hún segir einnig að stöðugleikinn í starfsemi Gjaldskila skipti máli. „Við höfum fylgst með innheimtufyrirtækjum koma og fara með látum í býsna mörg ár. Við höfum haldið ró okkar og fylgt þeirri stefnu að veita sem allra besta þjónustu og vera í persónulegu sambandi við viðskiptavini okkar. Við erum traust félag og höfum staðið vaktina lengi. Þetta vita viðskiptavinir okkar og í því felst styrkur félagsins.“

Ævintýramenn hafa sótt á markaðinn

Þegar Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Gjaldskila og lögmaður á Juris, er inntur eftir því af hverju lögmannsstofurnar tvær leggi út í samstarf undir merkjum Gjaldskila segir hann mikilvægt að stórar lögmannsstofur láti til sín taka á innheimtumarkaði. „Mér finnst það vera þýðingarmikið á þessum markaði að lögmenn standi að rekstri innheimtufyrirtækja. Lögmenn hafa ávallt sinnt þessari starfsemi samhliða lögmannsstörfum en á síðustu árum hafa bankar og ævintýramenn sótt inn á þennan markað. Ég tel að aðkoma stórra lögmannsstofa að rekstri sem þessum sé ótvírætt til þess fallin að auka traust á þessari starfsemi og tryggja fagleg vinnubrögð, kröfuhöfum og skuldurum til hagsbóta.“

Hið sameinaða félag er staðsett í Borgartúni 26, sama húsi og lögmannsstofurnar tvær. Hjá því starfa 9 manns og skrifstofustjóri er Steinunn Elna Eyjólfsdóttir lögfræðingur.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK