Tapaði 718 milljörðum króna

Royal Bank of Scotland
Royal Bank of Scotland AFP

Royal Bank of Scotland, sem er að stærstum hluta í eigu breska ríkisins, tapaði 3,5 milljörðum punda á árinu 2014 en tapið jafngildir um 718 milljörðum íslenskra króna. Þrátt fyrir stórt tap er afkoman þó betri en á fyrra ári þegar tapið nam níu milljörðum punda.

BBC greinir frá þessu og tekur fram að tapið megi að mestu leyti rekja til afskrifta vegna sölu á bandaríska bankanum Citizens. Bankastjóri RBS, Ross McEwan, staðfesti þá að hann myndi ekki þiggja bónusgreiðslur í ár. Bankinn mun samt sem áður greiða öðrum starfsmönnum um 421 milljón punda í bónusa en það er þó um 21% lægri fjárhæð en í fyrra.

McEwan varði bónusgreiðslurnar í samtali við Today og sagði þær nauðsynlegar til þess að laða að hæft starfsfólk. Þá sagðist hann vænta þess að enginn úr framkvæmdastjórninni myndi taka við bónusgreiðslunni þrátt fyrir betri afkomu en á fyrra ári. Hann sagði bankann þurfa að sýna ábyrgð í ljósi þess gríðarlega stuðnings sem hann hefur fengið frá breskum skattgreiðendum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK