Já fækkar þjónustufulltrúum

Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já.
Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Já hefur ákveðið að loka þjónustuveri sínu í Reykjanesbæ frá og með 1. júní næstkomandi en við breytingarnar fækkar stöðugildum þjónustufulltrúa hjá fyrirtækinu um sex til sjö.

Í tilkynningu segir að stöðugildum hafi fækkað jafnt og þétt samhliða aukinni notkun á stafrænum miðjum sem eru ókeypis fyrir neytendur. „Þessar breytingar á markaðsumhverfi Já valda því að eftirspurn eftir símaþjónustu hefur dregist saman,“ segir þá einnig. Er þá bent á að á sama tíma og fækkað hafi í símaveri hafi sérfræðistörfum fjölgar hjá fyrirtækinu í takt við breyttar áherslur notenda.

„Þetta eru sársaukafullar aðgerðir, bæði að þurfa að fækka í starfsliðinu og ekki síður að loka þjónustuverinu í Reykjanesbæ,“ er haft eftir Lilju Hallbjörnsdóttur, þjónustustjóra Já í tilkynningu. „Þar höfum við haft öfluga starfsstöð og gott fólk,“ segir hún. 

Lilja Hallbjörnsdóttir
Lilja Hallbjörnsdóttir Mynd/Já
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK