Verðlag á uppleið á ný

Vísitala neysluverðs hækkaði í febrúar líkt og yfirleitt gerist þegar …
Vísitala neysluverðs hækkaði í febrúar líkt og yfirleitt gerist þegar útsölum lýkur. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,67% í febrúar frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,57% frá janúar, að því er segir í frétt á vef Hagstofu Íslands.

Vetrarútsölum er víða lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 5,8% (áhrif á vísitöluna 0,24%). Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð leiga) hækkaði um 1,24% (0,18%) og rekstur ökutækja hækkaði um 1,4% (0,11%). Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 8,7% (-0,12%) og verð á mat og drykkjarvörum lækkaði um 0,7% (-0,11%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,8% og vísitala án húsnæðis hefur lækkað um 0,9%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,3% sem jafngildir 1,0% verðbólgu á ári (2,0% verðhjöðnun fyrir vísitöluna án húsnæðis).

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK