Byggja stærstu landeldisstöð landsins

Ragnheiður Elín skrifaði undir fjárfestingasamninginn fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í dag.
Ragnheiður Elín skrifaði undir fjárfestingasamninginn fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í dag. Mynd/Matorka

Matorka ehf. hefur gert fjárfestingarsamning við Ríkisstjórn Íslands um ívilnanir til næstu tíu ára en heildarsamningurinn hljóðar upp á 425 milljónir króna. Á næstu vikum hefur fyrirtækið framkvæmdir við stærstu landeldisstöð landsins þar sem framleiðslugetan verður um þrjú þúsund tonn á ári.

Matorka er fiskeldisfyrirtæki sem elur laxfiska á umhverfisvænan hátt með nýtingu jarðhita og annarra sjálfbærra lausna og er í blönduðu eignarhaldi Íslendinga og erlendra fjárfesta. Fyrirtækið hyggst nú byggja nýtt eldi í Grindavík og með samningi við HS orku verður affall frá Svartsengi nýtt til framleiðslu. Jarðhitinn mun gera félaginu kleift að framleiða mikið magn af hágæða laxfiski við kjörhitastig allan ársins hring að því er fram kemur í tilkynningu en fyrirtækið sérhæfir sig í eldi sem mengar ekki hafið og hefur ekki áhrif á villta laxastofna við Ísland.

Framleiðsla fyrirtækisins er seld erlendis og er í tilkynningu bent á að vaxandi kaupmáttur í þróunarlöndum og hollustuleitandi vesturlandabúar auki eftirspurn eftir fiskipróteinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK