Góður afgangur af vöruskiptum

Álverið í Straumsvík en alls voru fluttar út iðnaðarvörur fyrir …
Álverið í Straumsvík en alls voru fluttar út iðnaðarvörur fyrir tæpa 28 milljarða króna í janúar. Þórður Arnar Þórðarson

Vöruskiptin við útlönd voru hagstæð um 7,2 milljarða í janúar  en það þýðir að verðmæti útflutnings var meiri en verðmæti þess sem var flutt inn til landsins. Þetta er svipaður afgangur af vöruskiptum og í sama mánuði í fyrra.

Í janúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 50,6 milljarða króna og inn fyrir 43,4 milljarða króna fob (46,5 milljarða króna cif). Vöruskiptin í janúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 7,2 milljarða króna, sem er nær sami afgangur og í janúar 2014 á gengi hvors árs, segir í frétt á vef Hagstofu Íslands.

Langmest verðmæti voru í útflutningi á iðnaðarvörum en síðan sjávarafurðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK