Matorka fær 425 milljónir

Frá undirritun samningsins í dag.
Frá undirritun samningsins í dag.

Matorka ehf hefur gert fjárfestingarsamning við Ríkisstjórn Íslands um ívilnanir til næstu 10 ára. Heildarsamningurinn hljóðar upp á 425 milljónir króna.
Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að Matorka ehf ali laxfiska á umhverfisvænan hátt með nýtingu jarðhitaog annarra sjálfbæra lausna. 

„Matorka mun byggja nýtt eldi í Grindavík og með samningi við HS orku er affall frá Svartsengi nýtt til framleiðslu. Jarðhitinn frá Svartsengi mun gera félaginu kleift að framleiða mikið magn af hágæða laxfiski við kjörhitastig allan ársins hring.“ 

„Félagið rekur nú fyrir eldisstöð á Suðurlandi og þar eru seiðin fyrir Grindavík framleidd.
Því mun slátrun úr nýju eldisstöðinni í Grindavík byrja í lok árs. Á næstu vikum munu framkvæmdir við stærstu landeldisstöð landsins hefjast. Fullbúin verður framleiðslugetan 3000 tonn á ári. Stöðin er svokölluð fjöleldisstöð, þar sem ýmsar tegundir geta verið aldar við ýmis seltu og hitastig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK