Nikkei ekki hærri í 15 ár

Tólf mánaða verðbólga mælist aðeins 0,2% í Japan.
Tólf mánaða verðbólga mælist aðeins 0,2% í Japan. AFP

Japanska Nikkei hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,06% í Tókýó í dag og hefur ekki verið hærri í fimmtán ár. Hækkun vísitölunnar að undanförnu er einkum rakin til hækkunar á verði hlutabréfum útflutningsfyrirtækja en jenið hefur veikst verulega. 

Bandaríkjadalur er skráður á 119,36 jen en í gær var hann skráður á 118,68 jen. Þessi veiking jensins gerir það að verkum að afurðir japanskra fyrirtækja verða eftirsóknarverðari meðal neytenda í öðrum löndum.

Hins vegar benda tölur til þess að japönsk heimili hafi hert sultarólina í byrjun árs því smásala hefur dregist saman í fyrsta skipti í sjö mánuði. Eins hefur dregið úr verðbólgu og er hún nú ekki nema 0,2%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK