Ný plata Bjarkar ekki á Spotify

Nýjusta plata Bjarkar hefur hlotið lof gagnrýnenda.
Nýjusta plata Bjarkar hefur hlotið lof gagnrýnenda. mbl.is

Björk ætlar ekki að setja nýjustu plötuna sína „Vulnicura“ á Spotify í bili en gefur þó í skyn að hægt verði að streyma henni síðar. Hún segir ákvörðunina ekki snúast um peninga, heldur virðingu og telur það undarlegt að vinna að einhverju í tvö eða þrjú ár og gefa það síðan. „Þetta snýst um virðingu fyrir vinnunni sem þú leggur í þetta,“ segir hún í samtali við Fast Company.

Eftir að lögum af hljómplötunni var lekið á netið í lok janúar brást hún við með því að gefa hana út á iTunes, sex vikum fyrir fyrirhugaðan útgáfudag. Platan hefur þó ekki komið út á Spotify og þetta mun vera ástæðan. Hún segist ekki vera með neitt sérstakt plan í huga en hins vegar lítist henni ekki nógu vel á hugmyndina um streymisveitur. „Ég veit ekki af hverju, en þetta virðist bara ruglað,“ segir hún.

Þó gaf hún í skyn að platan yrði mögulega fáanleg á Spotify síðar. Það er aðferð sem Adele, Coldplay og Beyoncé hafa t.d. notað, þ.e. að láta plöturnar á streymisveitur nokkrum mánuðum eftir útgáfu. Björk líkti þessu við kvikmyndir og benti á að þær færu í kvikmyndahús áður en þær koma á Netflix.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK