CCP bíður eftir gleraugum

Oculus Rift er tæki sem hefur verið í þróun vestanhafs …
Oculus Rift er tæki sem hefur verið í þróun vestanhafs um nokkurt skeið og þykir bjóða upp á mjög fulkomna sýndarveruleikaupplifun.

Nýasti leikurinn frá CCP, EVE: Valkyrie, er nálægt því að vera tilbúinn til útgáfu en beðið er eftir nauðsynlegri tækni til þess að hægt sé að spila hann. Leikurinn er einn af þeim fyrstu í heimi sem þróaðir eru fyrir nýja tækni í sýndarveruleika þar sem spilarinn þarf að vera með þrívíddargleraugu.

Leikurinn er þróaður fyrir þrívíddargleraugun frá Sony og Occul­us rift, sem er í eigu Facebook. Hvorugt fyrirtækjanna hefur gefið upp útgáfudag og vísar Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP, til þeirra aðspurður hvenær von sé á leiknum.

Mögulega um mitt árið

Við kynningu á síðasta ársfjórðungsuppgjöri Facebook var Mark Zuckerberg, forstjóri fyrirtækisins, heldur fáorður um Oculus en sagði að þróunarteymi væri að vinna að tækninni. Þó hefur orðrómur verið um að gleraugun gætu komið á markað um mitt ár 2015 og kostað um 200 dollara. „Það voru margir að vonast til þess að gleraugun kæmu út í lok síðasta árs, en svo varð ekki,“ segir Eldar. „Við bíðum áfram eftir útgáfudeginum,“ segir hann.

Unnið úr erfiðum tímum

Síðasti leikur CCP kom út fyrir um tveimur árum og aðspurður hvort tekjur dragist saman þegar svo langt líður á milli nýrra útgáfna segir Eldar að aðalleikur fyrirtækisins, EVE Online, sé á fullri siglingu. Þá segir hann fyrirtækið hafa komist ágætlega frá erfiðum tímum en á síðasta ári voru 49 störf lögð niður í kjölfar skipulagsbreytinga í útgáfustarfsemi þess. Þar af voru 27 starfsmenn í höfuðstöðvunum í Reykjavík. Eldar segir ekki von á frekari uppsögnum. 

Aðspurður hvort það komi illa við reksturinn að vera með útgáfu Valkyrie á bið á meðan verið sé að þróa þrívíddargleraugun segir Eldar að frekar lítið teymi hjá CCP sé í kringum útgáfuna. „Þetta hefur gert það að verkum að við höfum betrumbætt okkar leikjahönnun og fengið meiri tíma til þess að búa til ennþá betri leik,“ segir Eldar.

Frétt mbl.is: Ný þrívíddartækni kynnt á Eve fanfest

KristinnIngvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK