Flug hækkar áberandi mikið á næstu vikum

Flug til Kaupmannahafnar og Parísar hækkar mikið.
Flug til Kaupmannahafnar og Parísar hækkar mikið.

Flug til Kaupmannahafnar og Parísar hækkar áberandi mikið á næstu vikum miðað við meðalverð síðustu vikna en aftur er ódýrara að fara til Manchester og Boston. Áhugavert er að sjá áhrif WOWair á flugverð til Boston sérstaklega, en það er að jafnaði heilum 50.000 krónum ódýrara að fljúga með WOWair en Icelandair, jafnvel þótt Icelandair rukki ekki fyrir töskur eða handfarangur.

Þetta kemur fram í veðkönnun Dohop, en fyrirtækið hefur tekið saman verð á flugi frá Íslandi næstu vikur og borið saman verð til áfangastaða þer sem samkeppni er á markaðnum. Við gerð verðkönnunarinnar er gert ráð fyrir einum farþega sem flýgur báðar leiðir með eina ferðatösku og handfarangur sem er minna en 5 kíló að þyngd.

easyJet ódýrast til Bretlands

Á þeim áfangastöðum á Bretlandseyjum sem easyJet flýgur til frá Íslandi er flugfélagið alltaf ódýrast. Á næstunni er ódýrast að komast til Osló frá Íslandi og er lítill munur á því hvaða flugfélag er valið.

Þrjár dagsetningar voru skoðaðar hverju sinni. Sú fyrsta er eftir tvær vikur, önnur eftir fjórar vikur og þriðja eftir átta vikur. Í hverri viku eru allir sjö dagar skoðaðir með vikudvöl í huga og meðaltal hverrar viku er endanlegt verð fyrir það tímabil. Þetta er síðan borið saman við síðustu könnun.

Heilt yfir hækkar flugverð um rúm 10% á milli tímabila og er hækkunin um fjögur prósent milli mánaða.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK