Kvóti settur á Tinder

Þessi er búinn með kvótann í dag.
Þessi er búinn með kvótann í dag.

Tinder er að innleiða breytingar og hefur sett þak á fjölda ókeypis flettinga. Notendur þurfa nú að reiða fram pening vilji þeir halda áfram að skoða. Gert er upp á milli manna eftir aldri þar sem þjónustan kostar meira sértu eldri en 28 ára gamall.

Hin nýja útfgáfa, sem nefnist Tinder Plus, er komin í loftið í Bretlandi en þar boðið upp á ýmsar nýjungar fyrir notendur. Mánaðaráskriftin kostar 14,99 pund fyrir þá sem eru eldri en 28 ára en þeir sem eru yngri þurfa einungis að greiða 3,99 pund. Áskrifendur geta til dæmis afturkallað jákvæðar flettingar, séu þeir með efasemdir, auk þess sem hægt verður að útvíkka radíusinn og skoða þá sem eru í öðrum löndum.

Stærsta breytingin snýr þó að takmörkun. Séu notendur ekki með áskrift er sett þak á flettingarnar og menn verða einfaldlega að borga vilji þeir skoða meira.

Tind­er er snjallsíma­for­rit sem geng­ur út á það að segja nei eða já við mynd­um af fólki í þeirri von að fá já til baka. Aðeins er hægt er að spjalla ef báðir aðilar hafa valið já. For­ritið seg­ir þér einnig hversu langt aðil­inn er frá þér og gef­ur aðeins upp fólk sem er í 60 kíló­metra radíus við þig sjálfa/​n.

Stefnumótaforritið er mjög vinsælt víða um heim en allra mest notað í Bretlandi. 

London Evening Standard greinir frá þessu.

Tinder
Tinder
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK