Líkir Tesco við kakkalakka

Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett
Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett AFP

Í heimi viðskiptanna koma slæmar fréttir oft í hrinum: Þú sérð kakkalakka í eldhúsinu þínu; þegar líður á daginn hittirðu einnig ættingja hans. Þetta skrifar fjárfestirinn Warren Buffet í árlegu bréfi til hluthafa fjárfestingafélagsins Berkshire Hathaway.

Buffet greinir frá því að félagið hafi tapað 444 milljónum dollara eftir skatta á Tesco og segist hann skammast sín fyrir að hafa ekki selt hlutina fyrr. Af skrifunum að dæma virðist hann ekki skilja sáttur við keðjuna og segir segir það hafa verið stór mistök að drolla við söluna. 

0,2% af heildarvirði félagsins

Í lok ársins 2012 átti Berkshire Hathaway 415 milljón hluti í Tesco en kaupverð og markaðsvirði bréfanna var um 2,3 milljónir dollara. Árið 2013 seldi Buffet 114 milljón hluti í fyrirtækinu og græddi á því 43 milljónir dollara. „Hægagangur við sölu á bréfunum reyndist okkur mjög dýr,“ skrifar hann þá. „Á árinu 2014 versnaði staða Tesco með hverjum mánuðinum,“ skrifar Buffet.

Nú hefur Berkshire Hathaway losað sig við öll bréfin og nemur tapið eftir um 0,2% af heildarvirði félagsins. Buffet segir að á síðastliðnum 50 árum hafi félagið einungis einu sinni tapað því sem nemur 2% af heildarvirði félagsins en tvisvar hafi tapið numið 1%.

Öll þau skipti voru á árunum 1974 til 1975 þegar Berkshire Hathaway stundaði það að selja ódýr hlutabréf til þess að fjárfesta í öðrum sem voru ennþá ódýrari.

Tesco í ruslinu

Í janúar settu matsfyrirtækin Moody's og Standard & Poor's Tesco í ruslflokk en einnig er verið að rannsaka verslunarkeðjuna vegna gruns um bókhaldsbrot. Tesco ofmat hagnað fyrirtækisins um 250 milljónir punda í september á síðasta ári. Gengi bréfa í Tesco hefur ekki verið lægra í 12 ár.

Skipt hefur verið um forstjóra hjá Tesco og gegnir Dave Lewis nú starfinu í stað Philips Clarkes. Í bréfinu óskar Buffet nýrri stjórn einnig góðs gengis.

Tesco
Tesco AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK