Sagði 10.000 krónur ekki vera til

Helena Natalía Albertsdóttir mátti ekki nota 10.000 krónu seðil í …
Helena Natalía Albertsdóttir mátti ekki nota 10.000 krónu seðil í Hagkaup.

Helena Natalía Albertsdóttir gekk tómhent frá Hagkaupum í Garðabæ um helgina eftir að hafa verið meinað að greiða með tíu þúsund króna seðli. Starfsmaðurinn á búðarkassanum sagði henni að slíkur gjaldmiðill væri ekki til og því væri ekki hægt að taka við seðlinum.

„Ég var að kaupa í matinn og ætlaði að borga þegar kassastrákurinn spurði mig hvort þetta væri eitthvert djók,“ segir Helena. „Ég hef aldrei verið með tíu þúsund króna seðil áður en fékk hann frá bankanum og skildi því ekkert í þessu.“

Fór með 1.000 krónur í Holtagarða

„Hann sagði að þetta væri ekki löggildur gjaldmiðill og ég geng út með engan mat, haldandi að ég væri með einhvern gervipening,“ segir Helena. Eftir fýluferðina í Hagkaup spurði Helena móður sína um málið sem sagði henni að þetta væri einfaldlega bull. „Hún skipti þessu samt fyrir mig í þúsund króna seðla og ég fór í framhaldinu í Hagkaup í Holtagörðum og náði að kaupa mér í matinn,“ segir Helena.

Grétar Ingi Sigurðsson, verslunarstjóri Hagkaupa í Garðabæ, kannaðist ekki við atvikið en sagði verslunina að sjálfsögðu taka við tíu þúsund króna seðlum. Það hefði verið gert frá því að seðillinn fór í umferð. 

Tíu þúsund króna seðillinn fór fyrst í umferð hinn 24. október 2013.

Verslunarstjóri Hagkaups í Garðabæ segir búðina taka við 10.000 króna …
Verslunarstjóri Hagkaups í Garðabæ segir búðina taka við 10.000 króna seðlum. Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK