Tapið mun aukast ár frá ári

Pósthúsið í Austurstræti.
Pósthúsið í Austurstræti. Ómar Óskarsson

Íslandspóstur tapaði 43 milljónum króna á árinu 2014 en fækkun bréfa á árinu leiddi til þess að kostnaður við dreifingu þerra jókst og dugðu verðhækkanir ekki til að standa undir kostnaði. Með áframhaldandi fækkun bréfa má búast við frekara tapi á næstu árum og mun það aukast ár frá ári og rýra eigið fé félagsins ef ekki verður gripið til nauðsynlegra aðgerða sem háðar eru breytingum á lögum og reglum um póstþjónustu.

Þetta er haft eftir Ingimundi Sigurpálssyni, forstjóra Íslandspósts, í afkomutilkynningu félagsins.

Tekjur á árinu jukust um 7,2% og námu um 7,2 milljörðum króna. Kostnaður jókst þá einnig um 5,6% frá fyrra ári og nam um 6,8 milljörðum króna. Skuldir Íslandspósts námu 2,5 milljörðum króna í árslok 2014 og eigið fé 2,3 milljörðum. Eiginfjárhlutfall var 47% í árslok 2014 miðað við 49% árið áður.

Minni kostnaður við afnám einkaréttar ríkisins

„Á næstu árum verður sjónum fyrst og fremst beint að grunnrekstri og tengdum þjónustusviðum. Þar að auki þarf að vinna að breytingum á lögum og reglugerðum um póstþjónustu sem miða að því að laga þjónustu að þörfum viðskiptavina, auka hagræðingu og hafa augu opin fyrir nýjum tækifærum, nýjum samstarfsaðilum og samlegð við annan arðbæran rekstur,“ er haft eftir Ingimundi.

„Viðskiptamódel Íslandspósts án alþjónustuskyldu, sem unnt væri að innleiða við afnám einkaréttar ríkisins á póstþjónustu, gefur möguleika á að lækka kostnað við dreifikerfi félagsins um allt að 1.200 milljónir króna. og getur það skapað svigrúm til þess að lækka burðargjöld bréfa um fjórðung frá því sem nú er,“ er haft eftir Ingimundur í tilkynningu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK