Fjármálastarfsemi tryggingafélaganna gekk upp og niður

Sjóvá.
Sjóvá.

Tryggingafélögunum þremur tókst misjafnlega að ávaxta fjárfestingaeignir sínar á árinu 2014 þó öll hafi þau skilað hagnaði á tímabilinu.

VÍS og TM skiluðu hagnaði af fjármálastarfsemi sinni samhliða vátryggingastarfseminni en hjá Sjóvá var það vátryggingastarfsemin sem dró vagninn. Fjármálastarfsemi félagsins skilaði neikvæðri ávöxtun á árinu sem nam 246 milljónum króna. Þar var um viðsnúning upp á rúman milljarð að ræða frá fyrra ári því þá skilaði sama starfsemi Sjóvár 792 milljónum í hagnað.

Hjá VÍS var hagnaðurinn af fjármálastarfseminni 721 milljón en hjá TM var hagnaðurinn 2.100 milljónir, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK