Greiða Kortaþjónustunni 250 milljónir

Kortaþjónustan.
Kortaþjónustan.

Sátt hefur tekist milli Valitor, Borgunar og Greiðsluveitunnar annars vegar og Kortaþjónustunnar hins vegar um bætur til Kortaþjónustunnar vegna tjóns þess síðastnefnda af völdum brota á samkeppnislögum á árunum 2002-2006. Hafa málsaðilar sæst á 250 milljóna króna bætur.

Sátt var gerð við Samkeppniseftirlitið vegna þessara brota árið 2008 af hálfu Greiðslumiðlunar hf. (nú Valitor), Kreditkorta hf. (nú Borgunar) og Fjölgreiðslumiðlunar hf. (nú Greiðsluveitunnar) en á umræddum tíma, árin 2002-2006, var Kortaþjónustan umboðsskrifstofa fyrir danska stórfyrirtækið Teller (áður PBS) hér á landi.

„Sáttin er hluti hluti af uppgjöri við fortíðina og mikilvægt að þessi kafli sé að baki. Miklar breytingar standa nú yfir á íslenska greiðslukortakerfinu. Nýr grunnur heilbrigðrar samkeppni hefur verið lagður með skýrum og réttlátari leikreglum sem eiga að koma öllum til góða, söluaðilum, kortafyrirtækjum og korthöfum. Valitor vinnur náið með samkeppnisyfirvöldum að framkvæmd þessara breytinga og við horfum bjartsýn fram á veg,“ segir Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK