Hverfisbarinn rís úr öskunni

Nýr Hverfisbar verður opnaður aftur á föstudaginn á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs. Eigendur stefna á að fanga anda gamla Hverfisbarsins, höfða til gömlu fastakúnnanna og bjóða upp á fimm í fötu. „Gamli Hverfisbarinn var alltaf pakkaður og við ætlum að vekja upp sömu stemningu,“ segir Bjarni Hallgrímur Bjarnason, einn stofnenda staðarins.

Hann segir rekstur hins nýja Hverfisbars vera óskyldan þeim eldri þótt hann þekki til fyrri eigenda. Þá segir hann reksturinn einnig óskyldan Park sem áður var í húsnæðinu. Fjöldi skemmtistaða hefur verið rekinn á húsinu á liðnum árum; Hverfisbarinn, Bankinn Buddha Bar, Mánabar, Park og nú aftur Hverfisbarinn. Aðspurður hvort hann veigri sér ekkert við að opna þar sem svo margir hafa lagt upp laupana segir hann nýjan hóp eigenda telja sig vita upp á hvað vantar.  

Leita uppi „gamla hverfisfólkið“

Lögreglan þurfti í nokkur skipti að loka skemmtistaðnum Park vegna veru ungmenna á staðnum en Bjarni segir að eftirlitið verði strangara á Hverfisbarnum. „Ungir gestir voru kannski ein ástæða þess að rekstur hinna staðanna gekk ekki nógu vel. „Markhópurinn er fólk yfir tvítugu og við viljum leita uppi fólkið sem stundaði Hverfisbarinn áður fyrr,“ segir hann. 

Til þess að byrja með verður staðurinn einungis opinn um helgar, frá fimmtudegi til laugardags, en hurðin verður opnuð klukkan sjö á föstudaginn þar sem efnt verður til opnunarteitis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK