Ingunn hættir hjá N1

Ingunn Sveinsdóttir er hætt hjá N1.
Ingunn Sveinsdóttir er hætt hjá N1. Mynd af heimasíðu N1

Ingunn Sveinsdóttir, sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri einstaklingssviðs N1, hefur tekið þá ákvörðun að hætta störfum hjá fyrirtækinu.

Hún hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2006 en hún var framkvæmdastjóri neytendasviðs 2006-2010, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs 2010-2012 og síðast framkvæmdastjóri einstaklingssviðs. Fyrir utan störf sín hjá N1 situr Ingunn einnig í stjórnum Lyfju hf. og Flutningsjöfnunarsjóðs.

Í tilkynningu frá N1 til Kauphallarinnar segir að starfið verði auglýst laust til umsóknar á næstunni.

Fleiri breytingar hafa verið gerðar á yfirstjórn N1 að undanförnu en tilkynnt var í síðustu viku að Eggert Bene­dikt myndi láta af störf­um hjá fé­lag­inu. Hann hef­ur verið for­stjóri N1 frá ár­inu 2012. Eggert Þór Kristó­fers­son, nú­ver­andi fjár­mála­stjóri fé­lags­ins, hef­ur verið ráðinn for­stjóri N1.

Þá lét Hall­dór Harðar­son af störfum sem fram­kvæmda­stjóri markaðssviðs N1 í síðasta mánuði en hann hefur verið ráðinn markaðsstjóri Ari­on banka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK