Mestu munaði um Landsbankabréfið

Stærsta hreyfingin í ársfjórðungnum var rúmlega 400 milljarða króna útgreiðsla …
Stærsta hreyfingin í ársfjórðungnum var rúmlega 400 milljarða króna útgreiðsla LBI til kröfuhafa mbl.is/Hjörtur

Undirliggjandi erlend staða þjóðarbússins í árslok 2014 er metin neikvæð um 880 milljarða króna eða 45% af áætlaðri vergri landsframleiðslu ársins 2014 en til samanburðar var staðan í lok þriðja ársfjórðungs metin neikvæð um 929 milljarða Undirliggjandi staða hefur því batnað á fjórða ársfjórðungi um 49 milljarða króna eða um 2,5% af vergri landsframleiðslu.

Þetta kemur fram í bráðabirgðayfirliti Seðlabankans um greiðslujöfnuð við útlönd á fjórða ársfjórðungi 2014 og um erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins. 

Stærsta hreyfingin í ársfjórðungnum var rúmlega 400 milljarða króna útgreiðsla LBI til kröfuhafa en félagið notaði að hluta til innlán í erlendum gjaldmiðlum sem geymd voru í innlendu viðskiptabönkunum. Viðskiptabankarnir seldu erlendar skammtímaeignir á móti úttekt innlánanna sem veldur lækkun á erlendri eignahlið þjóðarbúsins án innlánsstofnana í slitameðferð en á móti dregur úr neikvæðum reiknuðum áhrifum af slitum búanna.

Hrein staða við útlönd var neikvæð um 7.835 milljarða króna eða 398% af vergri landsframleiðslu við lok árs 2014. Að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð var staðan neikvæð um 121 milljarða króna eða 6% af vergri landsframleiðslu. Talið er að slit innlánsstofnana í slitameðferð hafi neikvæð áhrif á hreinu stöðuna sem nemur 759 milljarða eða 39% af vergri landsframleiðslu.

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK