Velta fimmtíu milljörðum á ári

Jóhann Jónsson forstöðumaður viðskiptaþróunar og reksturs Advania, Pétur Orri Sæmundsen …
Jóhann Jónsson forstöðumaður viðskiptaþróunar og reksturs Advania, Pétur Orri Sæmundsen forsjtóri Kolibri, Haukur Hannesson framkvæmdastjóri AGR, Finnur Oddson forstjóri Nýherja og Heimir Fannar Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. SI/Elínrós Líndal

Áætlað er að fyrirtæki sem  tilheyra upplýsingatæknigeiranum séu um 200 talsins og velta þeirra  ríflega 50 milljarðar á ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins.

Ný stjórn SUT, Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja var kosin á aðalfundi félagsins nýverið. Stjórnina skipa þau Haukur Hannesson framkvæmdastjóri AGR sem er jafnframt formaður stjórnar, Finnur Oddsson forstjóri Nýherja, Heimir Fannar Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi,  Jóhann Jónsson forstöðumaður viðskiptaþróunar og reksturs Advania, Sigurður Stefánsson fjármálastjóri CCP, Ragnheiður H. Magnúsdóttir forstjóri Hugsmiðjunnar og Pétur Orri Sæmundsen forstjóri Kolibri.

Samtök upplýsingatæknifyrirtækja, SUT, starfa innan Samtaka iðnaðarins sem starfsgreinahópur á hugverkasviði. Meginmarkmið SUT er að vinna að brýnustu hagsmunarmálum íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja, segir í tilkynningu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK