Óviðeigandi að teikna Spock á peninga

Wilfrid Laurier sem Spock.
Wilfrid Laurier sem Spock.

Seðlabankinn í Kanada segir það vera óviðeigandi að teikna á peninga þar sem þeir séu uppspretta þjóðarstolts. Vinsælt hefur verið að breyta fyrrum forsætisráðherra landsins á fimm dollara seðlum í Spock eftir fráfall leikarans Leonard Nimoy, sem túlkaði þann fyrrnefnda í Star Trek seríunni.

Forsætisráðherrann Wilfrid Laurier þykir svipa mjög til persónunnar eftir nokkur pennastrik og hafa margir viljað heiðra leikarann með athæfinu eftir andlát hans í síðustu viku. Vinsældirnar jukust þá hratt eftir útbreiðslu þeirra á Twitter undir kassamerkinu #Spocking.

Seðlabankinn segir teikningarnar ekki vera ólöglegar en biður þó landsmenn um að hætta þar sem þær séu bæði óviðeigandi og geta dregið úr endingartíma seðlanna.

Aðrar þjóðir hafa reynt að apa teikningarnar eftir sem þó virðast ekki heppnast á hvaða þjóðarleiðtoga sem er. Hafa sumir þá bent bandaríkjamönnum á að auðvelt sé að breyta fyrrum forsetanum Abraham Lincoln í leikarann Bill Murray.

Frétt BBC.

Breyta má Abraham Lincoln í Bill Murray.
Breyta má Abraham Lincoln í Bill Murray.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK