Stjórnarmenn Isavia launahæstir

Stjórnarmenn Isavia eru launahæstir í opinberum hlutafélögum.
Stjórnarmenn Isavia eru launahæstir í opinberum hlutafélögum. Ernir Eyjólfsson

Stjórnarmenn Isavia eru þeir launahæstu í stjórnum opinberra hlutafélaga. Formaður stjórnarinnar fær 274 þúsund krónur á mánuði en aðrir stjórnarmenn fá 137 þúsund krónur. Varamenn fá 65 þúsund krónur fyrir hvern fund. Í starfsreglum stjórnarinnar kemur fram að fundir séu að jafnaði haldnir mánaðarlega.

Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni um stjórnir opinberra hlutafélaga.

Launalægstir eru stjórnarmenn Nýja Landspítalans ohf. Þar fá aðalmennirnir, sem eru þrír, fimmtíu þúsund krónur á mánuði. Launalægstu varamennirnir eru þá einnig hjá félaginu en þeir eru þrír og fá tíu þúsund krónur fyrir hvern fund. 

Níu opinber hlutafélög

Næst launahæstir eru stjórnarmenn Rarik en formaðurinn er með 230 þúsund krónur í mánaðarlaun. Aðrir stjórnarmennirnir fá hins vegar 115 þúsund krónur. 

Í þriðja sæti eru stjórnarmenn Íslandspósts en þar fær formaðurinn 200 þúsund krónur á mánuði en aðrir stjórnarmenn 100 þúsund krónur.

Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins fær 170 þúsund á mánuði en aðalmenn fá 85 þúsund krónur. Varamenn fá 21 þúsund krónur fyrir hvern fund. 

Opinbert hlutafélag er afbrigði af hlutafélagi sem innleitt var í íslensk lög 2006. Opinber hlutafélög, að hluta eða öllu í eigu ríkisins eða ríkis og sveitarfélags, eru samtals níu talsins

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK