Kynlífstækjaverslun gjaldþrota

AFP

Blush ehf. var úrskurðað gjaldþrota hinn 19. febrúar síðastliðinn en félagið hélt utan um rekstur samnefndar kynlífstækjaverslunar sem stofnuð var á árinu 2012. Frá þessu er greint í Lögbirtingarblaðinu í dag þar sem fram kemur að kröfuhafar hafi frest fram til 12. maí til þess að lýsa kröfum í búið.

Verslunin er þó enn starfandi en haldið er um rekstur hennar í nýju félagi, BSH15 ehf., sem stofnað var þann 13. janúar sl., og er í eigu annars af stofnaðilum Blush.

Samkvæmt upplýsingum frá Blush má ástæðu gjaldþrotsins rekja til þess að önnur fyrirtæki stóðu ekki við sínar skuldbindingar gagnvart þeim.

Blush býður meðal annars upp á fríar heimkynningar á kynlífshjálpartækjum fyrir hópa og heldur úti vefverslun þar sem áhersla er lögð á sölu á vönduðum tækjum að því er fram kemur á heimasíðu. Þá heldur fyrirtækið einnig úti bloggsíðu um kynlíf.

Stóraukinn innflutningur á kynlífstækum

Mbl.is greindi frá því á dögunum að innflutningur á kyn­lífs­hjálp­ar­tækj­um hef­ur stóraukist en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Rann­sókn­ar­setri versl­un­ar­inn­ar jókst inn­flutn­ing­ur á þess­um vör­um, þ.e. vör­um sem flokk­ast í toll­flokk­inn „Önnur nudd­tæki“, um 142 pró­sent á síðasta ári.

Þá var aukn­ing­in einnig mjög mik­il á síðustu þrem­ur mánuðum árs­ins 2014, eða sem nam um 220 pró­sent. Í þess­um töl­um er þó ekki unnt að greina hversu mikið versl­an­ir eru að flytja inn og hversu mikið ein­stak­ling­ar eru að kaupa beint frá er­lend­um net­versl­un­um.

Frétt mbl.is: Bindingar og pískar teljast normið

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK