Alþjóðleg fjármálalæsisvika hafin

Thelma Jónsdóttir, Máni Mar Steinbjörnsson og Steinbjörn Logason.
Thelma Jónsdóttir, Máni Mar Steinbjörnsson og Steinbjörn Logason.

Alþjóðleg fjármálalæsisvika hófst með látum í Kauphöllinni kl. 9 í morgun, en þá hringdi Máni Mar Steinþórsson inn vikuna og opnaði markaðinn. Máni er betur þekktur sem unglingurinn sem tók yfir fjármál heimilisins í sjónvarpsþáttunum Ferð til fjár, sem var sýndur á RÚV nýverið.

Stofnun um fjármálalæsi fer fyrir hópi stofnana og fyrirtækja sem standa fyrir fjölbreyttum og skemmtilegum  viðburðum til að fagna alþjóðlegri fjármálalæsisviku 2015. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin á Íslandi en alls taka þátt yfir 100 lönd í öllum heimsálfum, að því er fram kemur í tilkynningu.

Þá segir, að Alþjóðlega fjármálalæsisvikan 2015 sé hátíð sem haldin er í yfir eitt hundrað löndum í annarri viku marsmánaðar. Markmið vikunnar er að vekja ungt fólk til umhugsunar um  fjármál sín og gefur þeim tól og tæki til að móta eigin framtíð.  Ungt fólk um allan heim tekur þátt í ýmsum verkefnum er snúa að fræðslu og umræðu um fjármál á breiðum grunni. Fjármálalæsisvikan tengir börn, ungmenni, foreldra, stofnanir, fyrirtæki og samfélagið allt. Fjölbreytt dagskrá verður hér á landi, allt frá kennslu í grunnskólum, til örráðstefnu og opins húss í Seðlabankanum. Alþjóðlega fjármálalæsisvikan er haldin að frumkvæði samtakanna Child and Youth Finance International. Þetta er í fjórða sinn sem hún er haldin á alþjóðavísu, en í annað sinn sem Ísland tekur þátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK