FME fylgist grannt með Lýsingu

Fjármálaeftirlitið.
Fjármálaeftirlitið. mbl.is/Ómar

Fjármálaeftirlitið fylgist grannt með málum er varða úrlausn ágreiningsmála um gengislán og þó svo að eftirlitið sé bundið þagnarskyldu um málefni einstakra eftirlitsskyldra aðila hefur það upplýst að það hafi undanfarið átt samskipti við „þau fjármálafyrirtæki sem hlut eiga að máli og bregst við þróun mála í þeim mæli sem lög leyfa og tilefni er til.“

Í tilkynningu á heimasíðu FME er vakið athygli á þessu vegna fjölmiðlaumræðunnar sem verið hefur um nýlegar niðurstöður í gengislánamálum. Í tilkynningunni hnykkir eftirlitið á því að heimilt sé að grípa til nauðsynlegra aðgerða, s.s. að krefjast úrbóta hjá eftirlitsskyldum aðilum og að beita þvingunaraðgerðum ef þörf krefur.

Lýsing tapaði á dögunum málum er vörðuðu það hvort lánþegar gætu borið fyrir sig fullnaðarkvittanir vegna greiðslu vaxta af láni sem bundið var ólögmætri gengistryggingu. Eiga lánþegar sem sækja um endurreikning lána því rétt á honum samkvæmt dómnum. Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsingar, sagði í gær í samtali við mbl að í dag yrði lokið að gera 55 réttarsáttir vegna málanna.

Fjármálaeftirlitið vísar til þess að því sé aðeins heimilt að birta upplýsingar um mál að fenginni niðurstöðu en bendir jafnframt á eldri mál er varða Lýsingu en í ágúst í fyrra tók stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvörðun um að 200 þúsund króna dagsektir skyldu lagðar á Lýsingu ef ekki yrði orðið við kröfum FME. Ákvörðunin var tekin vegna viðskiptavina sem höfðu gert upp lán sín og varðaði hugsanlegan endurkröfurétt á hendur fyrirtækinu í samræmi við fordæmisgefandi dóm í Hæstarétti. Þann 29. ágúst tilkynnti Lýsing Fjármálaeftirlitinu að félagið hefði orðið við fyrrnefndum kröfum og kom því ekki til dagsektanna.

Nauðsynlegt að sækja um

Þór sagði einnig í samtali við mbl að þeir viðskipavinir sem teldu sig eiga rétt á endurreikningi í samræmi við nýfallinn dóm Hæstaréttar þyrftu að sækja um það sjálfir. Að öðrum kosti yrðu lánin ekki endurreiknuð. Aðspurður sagði hann þá sem þegar hafa greitt upp lánið sitt vera á meðal um­sækj­enda en vildi þó ekk­ert segja til um rétt þeirra til end­ur­reikn­ings.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK