Allir starfsmenn fá 1,3 milljónir

Porche bíll.
Porche bíll. mbl.is/Porche

Porche hyggst veita öllum 14.600 starfsmönnum fyrirtækisins bónusgreiðslu þar sem methagnaður var hjá fyrirtækinu á síðasta ári. Hver greiðsla nemur 8.600 evrum eða tæpri 1,3 milljónum íslenskra króna. 

Greiðslan verður þó sérstaklega sniðin að hlutastarfsmönnum og þeim sem eru nýbyrjaðir

Porche seldi um 200 þúsund bíla á síðasta ári og skilaði 17,2 milljarða evra methagnaði.

Greiðslan verður í tvennu lagi, annars vegar fá starfsmennirnir 7.900 evrur í reiðufé og hins vegar verða 700 evrur lagðar inn á eftirlaunareikning þeirra. Matthias Müller, forstjóri Porche, tilkynnti um bónusgreiðslurnar í dag og þakkaði starfsfólkinu jafnframt fyrir vel unnin störf á síðasta ári. Hann sagði fólkinu að láta þó ekki fara of vel um sig og sagði að velgengnin síðasta árs ætti ekki að veita þeim falskt öryggi.

CNN Money greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK