525 milljóna afgangur á Akureyri

Frá Akureyri.
Frá Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Rekstur Akureyrarbæjar taldist viðunandi á árinu og varð rekstrarafgangur meiri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir, eða jákvæður um 525 milljónir króna í stað 449 milljóna. Skuldir lækkuðu um 745 milljónir króna. 

Þetta kemur fram í ársreikningi Akureyrarbæjar sem fjallað verður um í bæjarstjórn þann 7. og 21. apríl nk.

Þrátt fyrir stöðugleika í rekstri var niðurstaða A-hluta neikvæð um 134 milljónir króna en fjárhagáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 37 milljónir. Sér í lagi var rekstur aðalsjóðs þungur innan A-hluta og skýrist að stórum hluta af kjarasamningsbundnum launahækkunum og hækkun á lífeyrisskuldbindingum. Á móti kom að lítil verðbólga og hagstæð gengsþróun ollu því að fjármagskostnaður var mun lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

22 milljarða skuldir

Samkvæmt efnahagsreikningi voru eignir sveitarfélagsins bókfærðar á rúma 39 milljarða króna í árslok, þar af voru veltufjármunir 3,7 milljarðar. Skuldir sveitarfélagsins með lífeyrisskuldbindingum námu samkvæmt efnahagsreikningi 22 milljörðum króna, þar af voru skammtímaskuldir 3,3 milljarðar króna. Í afkomutilkynningu kemur fram að fjárhagur Akureyrarbæjar sé traustur og nam skuldaviðmið samkvæmt reglum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga 105% en var 112% árið áður.

Eiginfjárhlutfall var 43% af heildarfjármagni í árslok en var 40% árið áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK