Gjaldeyrisforðinn þandist út

Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands jókst um 42,5 milljarða króna árið 2014.
Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands jókst um 42,5 milljarða króna árið 2014. mbl.is/Golli

Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands jókst um 42,5 milljarða króna árið 2014. Í lok desember 2013 stóð forðinn í um 488 milljörðum króna en um 530 milljörðum í lok desember 2014.

Þetta kemur fram í ársskýrslu Seðlabankans sem var birt í dag. Hinn 31. desember 2014 var gjaldeyrisforði Seðlabankans 530 milljarðar króna eða 4,2 milljarðar Bandaríkjadala sem samsvarar 28% af landsframleiðslu Íslands 2013. Gjaldeyrisforði landsins samsvarar nú átta mánaða vöru- og þjónustuinnflutningi og 32% af peningamagni og sparifé.

Skuldabréfaútgáfa og gjaldeyriskaup

Helstu breytingar til aukningar á forða á tímabilinu voru skuldabréfaútgáfa ríkisins í evrum sem nam 116 milljörðum króna og gjaldeyriskaup á millibankamarkaði sem juku forðann um 111 milljarða. 

Helstu breytingar sem minnkuðu forðann á tímabilinu má rekja til fyrirframgreiðslu á Norðurlandalánum sem nam um 114 milljarða króna fyrirframgreiðslu AGS-láns sem nam um 51 milljarði og greiðslu 200 milljóna Bandaríkjadala vegna láns ríkissjóðs sem nam um 22 milljörðum króna. 

Á árinu 2014 hélt Seðlabankinn fjögur útboð sem lið í fyrri áfanga áætlunar um losun fjármagnshafta frá 25. mars 2011. Hrein áhrif útboðanna höfðu óveruleg áhrif á stærð forðans en áhrifin voru til aukningar um 0,2 milljarða króna á árinu.

Dregur úr ytri áhættu

Gjaldeyrisforðinn dregur úr áhrifum af ytri áhættu tengdri breytingum á aðgangi að lánsfé erlendis og sveiflum í fjármagnsstreymi til og frá landinu. Forðinn gerir bankanum kleift að aðstoða ríkissjóð við að mæta þörfum fyrir erlendan gjaldeyri og standa við erlendar lánaskuldbindingar. Gjaldeyrisforði skapar þá tiltrú á mörkuðum að landið geti staðið við erlendar skuldbindingar sínar. Þá má nota gjaldeyrisforða til að styðja við peningastefnuna.

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK