Bankaráð fundar um sparisjóðinn

Jim Smart

Fundur stendur nú yfir hjá bankaráði Landsbanka Íslands þar sem málefni Sparisjóðs Vestmannaeyja eru til umræðu. Þess er vænst að bankinn muni gera formlegt tilboð í sjóðinn fyrir klukkan tvö í dag. Á sama tíma og bankaráð fundar er fulltrúi stjórnar sparisjóðsins að leita annarra leiða til fjármögnunar. 

Ef annar kaupandi finnst er Landbankanum ekki heimilt að taka sjóðinn yfir vegna samkeppnissjónarmiða. Sparisjóðurinn hefur frest til klukkan fjögur í dag til að auka eigið fé sjóðsins um 1.300 milljónir króna en að öðrum kosti mun Fjármálaeftirlitið grípa til aðgerða og skipa bankanum slitastjórn.

Ekki liggur fyrir í hverju hugsanlegt tilboð Landsbankans mun felast, þe. hvort hann muni leggja sjóðnum til stofnfé, kaupa eldra stofnfé, hvort bankinn leggi sjóðnum til nýtt hlutafé eða eigi aðra sambærilega aðkomu að eignarhaldi á sjóðnum.

ViðskiptaMogginn greindi frá því í gær að í at­hug­un sem stjórn sjóðsins lét gera í lok síðasta árs kom í ljós að út­lána­safn hans var fjarri því eins og gott og áður var talið. 

Sparisjóður Vestmannaeyja er að stærstum hluta í eigu ríkisins en Bankasýsla ríkisins fer með eignarhlutinn fyrir þess hönd. Eignarhlutur þess er til kominn vegna stofnfjárframlags upp á 555 milljónir króna sem lagt var fram til bjargar sjóðnum í kjölfar þeirra erfiðleika sem mynduðust í árslok 2008.

Aðrir stórir stofnfjáreigendur eru Lífeyrissjóður Vestmannaeyja með 14,3%, Vestmannaeyjabær með 10,2%, Vinnslustöðin 5% og Tryggingasjóður sparisjóða 2,8%. Þessir aðilar komu inn í rekstur sjóðsins á sama tíma og ríkissjóður en fram til ársins 2007 voru stofnfjáreigendur aðeins einstaklingar í Vestmannaeyjum. Frá þeim tíma tók stofnfjárskráin nokkuð að riðlast og hlutir að færast á færri hendur.

Frétt mbl.is: Boði til fundar tafarlaust

Frétt mbl.is: Landsbankinn taki yfir Sparisjóð Verstmannaeyja

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK