Kynjahlutföllin skána í skráðum félögum

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Af þeim þrettán fyrirtækjum sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar er VÍS eina fyrirtækið sem hefur konu á forstjórastóli.

Það þýðir að 92,3% forstjóra skráðra fyrirtækja eru karlar en aðeins 7,7% konur eða öllu heldur kona, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Sömuleiðis hallar á konur þegar hlutfall stjórnarformanna sömu fyrirtækja er skoðað. Af fyrirtækjunum sem nú eru skráð eru 5 konur og 8 karlar sem leiða starf stjórnanna þrettán. Í þremur félögum af þrettán skipa konur meirihluta stjórnarsæta og því má segja að í tíu félögum sé aðeins lágmarksviðmiði um hlut kvenna í stjórn náð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK